Undur náttúrunnar

Málþing í tilefni af 150 ára útgáfuafmæli Uppruna tegundanna

Þann 24. nóvember 1859, fyrir réttum 150 árum, gaf John Murray, bókaútgefandi í London, út bókina On the Origin of Species eftir tiltölulega lítt þekktan náttúrufræðing, Charles R. Darwin að nafni. Það er kunnara en frá þurfi að segja að bók þessi olli straumhvörfum í lífvísindum og raunar hugmyndasögunni allri. Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Hólum minnast þessarra tímamóta með sameiginlegri málstefnu um lífvísindi í víðu samhengi.

Málþingið, sem samanstendur af 16 fræðandi, skemmtilegum og aðgengilegum erindum um ýmis hugðarefni íslenskra náttúruvísindamanna, verður haldin á afmælisdeginum, þriðjudaginn 24. nóvember í stofu R316 að Borgum við Norðurslóð. Pétur Halldórsson stýrir umræðum.

Hvar? – Borgum við Norðurslóð, 3. hæð, stofu R316 (innst á austurgangi)

Hvenær? – Þingið hefst kl. 9:00, en er skipt í fimm fundi (sjá dagskrá hér fyrir neðan)

Hvað kostar? – Ekkert!

Nánari upplýsingar veitir Oddur Vilhelmsson (oddurv@unak.is, s. 697 4252) . Sjá einnig heimasíðu HA: www.unak.is

Dagskrá:

9:00        Setningarávarp rektors HA, Stefáns B. Sigurðssonar

1233921138undated_charles_darwin-b.jpgFyrsti fundur. Náttúra Norðurlands: Svipmyndir úr dýraríki, jurtaríki og hinum hulda heimi örvera

9:10       Hreiðar Þór Valtýsson, lektor við auðlindadeild HA, flytur erindið Auðlindir hafs í Eyjafirði og áhrif umhverfisins.

9:30       Hjörleifur Einarsson, prófessor við auðlindadeild HA, flytur erindið Margur er knár þó hann sé smár.

9:50       Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindið Út í skóg að svipast um í svepparíkinu.

10:10     Jóhannes Árnason, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri flytur erindið Aspirnar eru illgresi?

10:20     Umræður

10:35     Kaffi

Annar fundur. Sameinaðir stöndum vér: Sambýli örvera, dýra og jurta í náttúru Íslands

10:50     Oddur Vilhelmsson, dósent við auðlindadeild HA, flytur erindið Þröng í þalinu: Ljósóháð bakteríusamfélög í íslenskum fléttum.

11:10     Arnheiður Eyþórsdóttir, aðjúnkt við auðlindadeild HA, flytur erindið Einkalíf svampa.

11:30     Ólafur S. Andrésson, prófessor við Háskóla íslands, flytur erindið Erfðamengi sambýlis: Raðgreining á himnuskóf.

11:50     Umræður

12:05     Matur

Þriðji fundur. Vor dýrasti arfur: Hlutverk erfða í þróun lífvera

13:10     Kristinn P. Magnússon, dósent við auðlindadeild HA og sérfræðingur á Akureryrarsetri NÍ, flytur erindið Ertu skoffín?

13:30     Stefán B. Sigurðsson, rektor HA, flytur erindið Meðfæddir hæfileikar eða þjálfun í íþróttum - Hvort ræður úrslitum?

13:50     Stefán Óli Steingrímsson, dósent við Háskólann á Hólum flytur erindið Ferskvatnsfiskar og fábreytni íslenskrar náttúru.

14:10     Umræður

14:25     Kaffi

Fjórði fundur. Úrsmiðurinn blindi: Þróun mannsaugans, finkugoggsins og annarra furðuverka

14:40     Arnar Pálsson, dósent við Líf-og umhverfisvísindadeild HÍ flytur erindið Náttúrulegt val og fjölbreytileiki lífsins.

15:00     Hafdís Hanna Ægisdóttir, verkefnisstjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, flytur erindið Darwin og lífríki eyja.

15:20     Þórir Haraldsson, kennari við Menntaskólann á Akureyri, flytur erindið Aðlögun hvítabjarna að óvistlegu umhverfi. 

15:50     Umræður

16:00     Kaffi

Fimmti fundur. Hvað þýðir þetta allt? Áhrif þróunarkenninga á hugmyndasögu og vísindaheimspeki

16:15     Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Íslands, flytur erindið Þróunarkenningin í ljósi vísindaheimspekinnar.

16:35     Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur við Reykjavíkurakademíuna flytur erindið Landnám þróunarkenningarinnar á Íslandi, 1872-1910.

16:55     Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður safnasviðs NÍ, flytur erindið Tegundir, þróun og flokkunarkerfi í ljósi Uppruna tegundanna.

17:15     Umræður

17:30     Samantekt og málstofuslit

17:45     Móttaka

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband