Afi vann um skeið hjá Herdísi Guðmundsdóttur ljósmyndara í Hafnarfirði. Þar fékkst hann við að lita svarthvítar myndir og þótti sérdeilis laginn við þá iðju þrátt fyrir að hafa ekki hlotið menntun á því sviði. Á svipuðum tíma hóf hann nám í málaraiðn hjá Magnúsi Sæmundssyni málarameistara. Þessa ljósmynd af sjálfum sér litaði afi.
Bætt í albúm: 17.8.2009
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.