Töfrasprotar?

Það var ánægjulegt að sjá í Morgunblaðinu í dag opnuumfjöllun um Nýsköpunarsjóð (atvinnulífsins sumsé, ekki námsmanna) og sprotafyrirtæki hans. Á nýliðnum tímum auðmannadýrkunar og síbyljandi væntinga um skjótfenginn gróða úr tómu lofti fór harla lítið fyrir lítillátum en lúsiðnum frumkvöðlum sem vildu skapa eiginleg verðmæti úr alvöru hráefnum og hugviti. Þeir læddust með veggjum, að því er manni virtist, eða féllu að minnsta kosti alveg í skuggann af útrásandi bönkum og fjárglæframönnum. Þeir voru þó, til allra heilla, á meðal vor, þó ekki færi það hátt.

Þeirra á meðal er að finna all nokkuð af smáum en knáum líftæknifyrirtækjum. Í Morgunblaðinu er minnst á nokkra gamla kunningja, svosem Genis og Primex, en einnig sé ég þarna minnst á fyrirtæki sem ég hef minna heyrt um, eins og BP-lífefni og Lífeind. Raunar hefur HA_liftaekniótrúleg gróska verið í frumkvöðlastarfi í líftækni hérlendis á síðustu árum. Í skýrslu Dillingham og Nilssen frá í fyrra eru talin upp 32 lítæknifyrirtæki starfandi hérlendis og má m.a. sjá þann lista hér. Sá listi er þó ófullkominn og inniheldur t.d. hvorki BP-lífefni né hið áhugaverða sjávarlíftæknifyrirtæki BioPol á Skagaströnd. Ég vil því leyfa mér að vera bjartsýnn og spái íslenskri líftækni glæstri framtíð. Líftækni mun eiga sinn þátt, og það jafnvel ríkulegan, í rífa Ísland upp úr kreppunni. Þrátt fyrir að vissulega sé alltaf áhætta að leggja fé í sprotafyrirtæki, þá vitum við þó í það minnsta að hér er fjárfest í heiðarlegum tilraunum til raunverulegrar verðmætasköpunar, en ekki í innistæðulausum rembingi og töfrabrögðum.

Á myndinni hér til hliðar má sjá Máneyju Sveinsdóttur og Kristjönu Hákonardóttur (og Laufeyju Hrólfsdóttur í bakgrunni), nýútskrifaða líftæknifræðinga frá Háskólanum á Akureyri. Ef til vill eiga þær og aðrir líftæknifrömuðir eftir að bjarga þjóðarbúinu með vasklegri frumkvöðlastarfsemi? Myndina tók Gísli Hjörleifsson fyrir Hásólann á Akureyri.

Góðar stundir.


mbl.is Ársreikningar verði í evrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband