Líftækni á Króknum

LaufeyÞetta eru vissulega ánægjuleg tíðindi og er ég sannfærður um að þetta framtak mun skila Sauðkræklingum, og raunar þjóðinni allri, verulegum ávinningi þegar fram líða stundir. Kreppa hvað?

Svo má náttúrlega benda á að þessi nýja líftækniverksmiðja /rannsóknastofa er einstaklega vel í sveit sett - aðeins steinsnar, svo að segja, frá eina háskóla landsins sem býður upp á sérhæft nám í líftækni, og það bæði á bakkalár- og meistarastigi. Háskólanum á Akureyri, sumsé ... þar sem enn er opið fyrir innritun nýnema í líftækni á vormisseri. Smile

Á myndinni hér til hliðar, sem Gísli Hjörleifsson tók fyrir Háskólann á Akureyri, má sjá Laufeyju Hrólfsdóttur pósa við smásjá. Laufey útskrifaðist með B.Sc. í líftækni síðastliðið vor.


mbl.is Líftækniverksmiðja opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Frábært mál.

Heilmikil sóknarfæri liggja í líftækni og framleiðslu með aðstoð örvera. Traustur grunnur í líffræði, lífefnafræði eða efnafræði er gefur möguleika á þessum sóknarfærum. Hvet ungt fólk til að mennta sig í raungreinum því þar liggur framtíðin

Arnar Pálsson, 18.11.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband