Bjartur afi og myndirnar hans

Þá kem ég því loksins í verk sem ég hef lengi ætlað mér: Að koma einhve16.7.2006 11-53-51_0004_croprjum af málverkunum hans Bjarts afa míns á vefinn.

Bjartur afi, Guðbjartur Oddsson, hefur málað ógrynni af myndum vítt og breitt um landið, gjarnan sem veggskreytingar í félagsheimilum, skólum, sjúkrahúsum, barnahebergjum, eða hvar sem hann annars var að mála í það og það skiptið. Hann hefur nefnilega, að því er virðist ólsökkvandi listsköpunarþorsta, og reytti stanslaust af sér myndir og skreytingar á meðan hann enn gat málað.

Afi er fæddur á Flateyri 1925, annar af alls ellefu börnum Odds Guðmundssonar og Vilhelmínu Jónsdóttur. Á unglingsárum fluttist hann suður til Keflavíkur og stundaði þar sjómennsku í nokkur ár, en hóf svo nám í málaraiðn, fyrst hjá Magnúsi Sæmundssyni og síðar Jóhanni Sigurðssyni. Hann fluttist svo aftur vestur og lauk sveinsprófinu á Ísafirði 1951. Hann starfaði svo óslitið sem málari, fyrst í Bolungarvík, en síðar vítt og breitt um landið, mest á norðurlandi.

Ég bjó svo til albúm hér þar sem sjá má nokkrar mynda hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband