Vettvangskúrs í örveruvistfræði o.fl.

Við í Háskólanum á Akureyri og Háskólanum í Reading erum í óða önn að hamra saman spennandi vettvangsnámskeiði í örveruvistfræði Norðurslóða sem boðið verður upp á í fyrsta sinn sumarið 2012. Af þessu tilefni komu þeir Rob Jackson, Ben Neuman og Glyn Barrett í heimsókn. Við slógum því upp ráðstefnu, skruppum í litla vettvangsferð og skipulögðum framtíðina. Frábært, alveg hreint.

Hilda Jana hjá N4 tók við mig viðtal í tilefni alls þessa og má sjá það hér:

(ef myndbandið ræsist ekki má reyna hér: http://www.n4.is/tube/file/view/1635/).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Oddur

Frábært framtak, vonandi gengur námskeiðið ykkar vel. Sendið okkur á HÍ endilega auglýsingu tímanlega, e.t.v. vilja líffræðinemar kíkja á þetta námskeið ykkar.

Kær kv,

Arnar Pálsson, 31.3.2011 kl. 10:54

2 Smámynd: Oddur Vilhelmsson

Takk fyrir það Arnar. Já, ég skal gjarnan senda ykkur auglýsingu þegar þar að kemur. Þetta verður aldeilis bráðskemmtilegt, held ég.

bkv,

Oddur

Oddur Vilhelmsson, 31.3.2011 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband