Fćrsluflokkur: Vísindi og frćđi

Vettvangskúrs í örveruvistfrćđi o.fl.

Viđ í Háskólanum á Akureyri og Háskólanum í Reading erum í óđa önn ađ hamra saman spennandi vettvangsnámskeiđi í örveruvistfrćđi Norđurslóđa sem bođiđ verđur upp á í fyrsta sinn sumariđ 2012. Af ţessu tilefni komu ţeir Rob Jackson, Ben Neuman og Glyn Barrett í heimsókn. Viđ slógum ţví upp ráđstefnu, skruppum í litla vettvangsferđ og skipulögđum framtíđina. Frábćrt, alveg hreint.

Hilda Jana hjá N4 tók viđ mig viđtal í tilefni alls ţessa og má sjá ţađ hér:

(ef myndbandiđ rćsist ekki má reyna hér: http://www.n4.is/tube/file/view/1635/).

 


sub-Arctic molecular ecology

Bendi á vinnufund sem haldinn verđur í HA á mánudag og ţriđjudag. Ţarna verđur skrafađ um ýmislegt tengt örveruvistfrćđi Íslands. Ýmis spennandi vistkerfi verđa skođuđ og rćdd útfrá örveruvistfrćđilegu sjónarhorni. Einnig verđur rćtt um sameindalíffrćđilega nálgun í vistfrćđirannsóknum almennt og nokkrar nýjungar rćddar. Ţetta verđur bćđi skemmtilegt og frćđandi. Allir velkomnir.

Hér er dagskráin:

Workshop on sub-Arctic molecular ecology and environmental microbiology

 

28 March: Talks @ Miđborg (M101)

Morning session (10:00 to 12:00) – Molecular techniques in ecology, physiology and structural biology.·         Kristinn P. Magnússon. Next generation monitoring in the wild with the novel NGS technology.·         Lára Guđmundsdóttir. TBA (molecular ecology of gyrfalcons)·         Benjamin W. Neuman. Energetics and correlates of structural variation in the arenavirus morpheome.·         Hugrún Lísa Heimisdóttir. TBA (proteomics) 

Lunchbreak

 Early afternoon session(13:00 to 15:00) – Microbial interactions with plants and lichens. ·         Robert W. Jackson. Into the wild: identifying mechanisms that plant pathogenic bacteria employ for survival away from the plant.·         Glyn Barrett. From gut to plant: Investigating the molecular adaptations of E. coli O157:H7 to the phyllosphere.·         Glyn Barrett. para-Nitrophenol is differentially broken down by soil bacteria dependent on soil depth.·         Oddur Vilhelmsson. Life in licheno: Non-phototrophic endolichenic bacteria. 

Coffee break

 Late afternoon session (15:30 to 17:30) – Extreme microbial environments in the sub-Arctic (hot springs, glaciers, caves).·         Starri Heiđmarsson. Pristine land appearing: Nunataks of Breiđamerkurjökull and ongoing monitoring.·         Guđrún Lára Pálmadóttir. TBA (Microbial wall slime in the lava tube cave Vatnshellir)·         Hjörleifur Einarsson. Heterotrophs: hot topic from cold Icelandic waters.·         Arnheiđur Eyţórsdóttir. Searching antimicrobial compounds of microbial origin in marine environments.·         Jóhann Örlygsson. Bioprospecting hydrogen and ethanol producing thermophilic bacteria from Icelandic hot springs. 

29 March: Talks @ Miđborg (N102)

Morning session (10:00 to 12:00) – Freshwater geomicrobiology and the glacial river Jökulsá á Fjöllum·         Anna Rut Jónsdóttir. The non-phototrophic associate microbiota of Icelandic lichens.·         María Markúsdóttir. TBA (The Glerá microbiome) ·         Helga Árnadóttir. TBA (Jökulsá á Fjöllum)·         Oddur Sigurđsson. Geology and hydrology of Jökulsá á Fjöllum.

Lunchbreak

 Early afternoon session (13:00 to 15:00) – Funding and amenities for field trips in Northern Iceland.·         Tom Barry. TBA (CAFF and the Arctic Council)·         Edward Huijbens. TBA (Svartárkot)·         Hans Kristján Guđmundsson. TBA (amenities @ UnAk)·         Rúnar Gunnarsson. TBA (housing in Akureyri)

Coffee break

 Late afternoon session (15:30 to 17:00) – Field trip course nitty-grittyRoundtable discussion.17:00 to 18:00 – Tour of Borgir 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Gerlar í lúpínum og fléttum

Lupinus angustifolius

Í gćr var enn einn deildarfundurinn og ađ venju er mér ekki svefnsamt ađ honum loknum. Eftir ađ hafa bylt mér í eitthvađ á annan tíma gafst ég upp kl. 04:54 og staulađist framúr til ađ blogga. Ekki um fundinn ţó. Ég nenni ekki ađ velta mér upp úr neikvćđni og leiđindum. Ekki á prenti, ađ minnsta kosti.

Í nýjasta hefti hins ágćta örveruvistfrćđirits The ISME Journal er skemmtileg grein um sambýlisbakteríur lúpínu (Lupinus angustifolius) frá einhverju ágćtu fólki sem ég ţekki ekki í Háskólanum í Salamanca á Spáni. Lúpínan, eins og önnur ertublóm, lađar til sín ákveđna jarđvegsgerla og býđur ţeim húsaskjól í rótum sínum. Leiguna greiđa bakteríurnar á formi köfnunarefnis sem ţćr binda úr andrúmsloftinu. Báđir ađilar hagnast af samvistinni sem er ţví raunverulegt sambýli fremur en sníkjulífi bakteríunnar eins og ćtla mćtti í fyrstu. Hinn sígildi og vel ţekkti samlífisgerill lúpínunnar er baktería af Bradyrhizobium ćttkvísl, en ţćr tilheyra flokki alfapróteusargerla líkt og margar fleiri bakteríur sem ţrífast á og í plöntum,svo sem međlimir ćttkvíslanna Methylobacterium, Agrobacterium og Rhizobium. Um nokkurt skeiđ höfum viđ vitađ ađ Bradyrhizobium situr ţó ekki einn ađ lúpínurótinni. Frankia, sem einnig er niturbindandi en tilheyrir fylkingu geislagerla líkt og ýmsir aggressívari međlimir jarđvegsörverulífríkisins, svo sem Streptomyces og Actinomyces, á ţađ einnig til ađ mynda köfnunarefnisbindandi rótarhnýđi á lúpínu.

Til skamms tíma var álitiđ ađ bíóta rótarhnýđisins vćri einföld. Niturbindandi sambýlingurinn einfaldega sýkti rótina og kćmi sér fyrir í hnýđinu sem myndast, líkt og Propionibacterium í unglingabólu. En nýlegar rannsóknir hafa sýnt ađ í rótarhnýđunum getur ţrifist flóknara samfélag. Ţau Martha Trujillo og félagar hennar í Salamanca birta nú greiningu sína á Micromonospora bakteríum, sem eru geislagerlar líkt og Frankia, í rótarhnýđum lúpínu. Ţau hafa einangrađ um 500 Micromonospora stofna úr rótarhnýđum og hafa sýnt fram á (međ FISH tćkni) ađ Micromonospora er sannarlega til stađar inni í hnýđinu, svo einangruđu stofnarnir eru ekki einfaldlega yfirborđssmit, og hefst ţar viđ í góđu atlćti og sambýli viđ Bradyrhizobium.Micromonospora

Hvađ er svo Micromonospora ađ fást viđ í rótarhnýđunum? Viđ ţeirri spurningu er ekki komiđ skýrt svar, en ţó virđist hugsanlegt ađ hún hjálpi eitthvađ til viđ niturbindingu, ţví gen sem mjög líkist nifH úr Frankia er ađ finna í erfđamengjum a.m.k. sumra stofnanna. Á myndinni hér til hliđar, sem er eftir Ann Hirsch viđ Kaliforníuháskóla í Los Angeles, má sjá sérstćđ kóloníuform Micromonospora.

Ţađ má svo geta ţess ađ viđ höfum sterkar vísbendingar um ađ Micromonospora sé einnig ađ finna í Peltigera og ef til vill fleiri fléttum. Ţannig sjáum viđ merki um hana í rađgreiningargögnum Ólafs Andréssonar og mér sýnist út frá kóloníusvipgerđum ađ einhverjir geislagerlanna sem viđ höfum einangrađ úr íslenskum fléttum gćtu tilheyrt ţessari ćttkvísl. Stefni á ađ skera úr um ţađ í náinni framtíđ. Hvert hlutverk Micromonospora í fléttuţalinu er liggur enn sem komiđ er á huldu, en ţađ er spurning sem gaman verđur ađ glíma viđ.

 


Undur náttúrunnar

Málţing í tilefni af 150 ára útgáfuafmćli Uppruna tegundanna

Ţann 24. nóvember 1859, fyrir réttum 150 árum, gaf John Murray, bókaútgefandi í London, út bókina On the Origin of Species eftir tiltölulega lítt ţekktan náttúrufrćđing, Charles R. Darwin ađ nafni. Ţađ er kunnara en frá ţurfi ađ segja ađ bók ţessi olli straumhvörfum í lífvísindum og raunar hugmyndasögunni allri. Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Hólum minnast ţessarra tímamóta međ sameiginlegri málstefnu um lífvísindi í víđu samhengi.

Málţingiđ, sem samanstendur af 16 frćđandi, skemmtilegum og ađgengilegum erindum um ýmis hugđarefni íslenskra náttúruvísindamanna, verđur haldin á afmćlisdeginum, ţriđjudaginn 24. nóvember í stofu R316 ađ Borgum viđ Norđurslóđ. Pétur Halldórsson stýrir umrćđum.

Hvar? – Borgum viđ Norđurslóđ, 3. hćđ, stofu R316 (innst á austurgangi)

Hvenćr? – Ţingiđ hefst kl. 9:00, en er skipt í fimm fundi (sjá dagskrá hér fyrir neđan)

Hvađ kostar? – Ekkert!

Nánari upplýsingar veitir Oddur Vilhelmsson (oddurv@unak.is, s. 697 4252) . Sjá einnig heimasíđu HA: www.unak.is

Dagskrá:

9:00        Setningarávarp rektors HA, Stefáns B. Sigurđssonar

1233921138undated_charles_darwin-b.jpgFyrsti fundur. Náttúra Norđurlands: Svipmyndir úr dýraríki, jurtaríki og hinum hulda heimi örvera

9:10       Hreiđar Ţór Valtýsson, lektor viđ auđlindadeild HA, flytur erindiđ Auđlindir hafs í Eyjafirđi og áhrif umhverfisins.

9:30       Hjörleifur Einarsson, prófessor viđ auđlindadeild HA, flytur erindiđ Margur er knár ţó hann sé smár.

9:50       Guđríđur Gyđa Eyjólfsdóttir, sveppafrćđingur á Náttúrufrćđistofnun Íslands, flytur erindiđ Út í skóg ađ svipast um í svepparíkinu.

10:10     Jóhannes Árnason, kennari viđ Verkmenntaskólann á Akureyri flytur erindiđ Aspirnar eru illgresi?

10:20     Umrćđur

10:35     Kaffi

Annar fundur. Sameinađir stöndum vér: Sambýli örvera, dýra og jurta í náttúru Íslands

10:50     Oddur Vilhelmsson, dósent viđ auđlindadeild HA, flytur erindiđ Ţröng í ţalinu: Ljósóháđ bakteríusamfélög í íslenskum fléttum.

11:10     Arnheiđur Eyţórsdóttir, ađjúnkt viđ auđlindadeild HA, flytur erindiđ Einkalíf svampa.

11:30     Ólafur S. Andrésson, prófessor viđ Háskóla íslands, flytur erindiđ Erfđamengi sambýlis: Rađgreining á himnuskóf.

11:50     Umrćđur

12:05     Matur

Ţriđji fundur. Vor dýrasti arfur: Hlutverk erfđa í ţróun lífvera

13:10     Kristinn P. Magnússon, dósent viđ auđlindadeild HA og sérfrćđingur á Akureryrarsetri NÍ, flytur erindiđ Ertu skoffín?

13:30     Stefán B. Sigurđsson, rektor HA, flytur erindiđ Međfćddir hćfileikar eđa ţjálfun í íţróttum - Hvort rćđur úrslitum?

13:50     Stefán Óli Steingrímsson, dósent viđ Háskólann á Hólum flytur erindiđ Ferskvatnsfiskar og fábreytni íslenskrar náttúru.

14:10     Umrćđur

14:25     Kaffi

Fjórđi fundur. Úrsmiđurinn blindi: Ţróun mannsaugans, finkugoggsins og annarra furđuverka

14:40     Arnar Pálsson, dósent viđ Líf-og umhverfisvísindadeild HÍ flytur erindiđ Náttúrulegt val og fjölbreytileiki lífsins.

15:00     Hafdís Hanna Ćgisdóttir, verkefnisstjóri viđ Landbúnađarháskóla Íslands, flytur erindiđ Darwin og lífríki eyja.

15:20     Ţórir Haraldsson, kennari viđ Menntaskólann á Akureyri, flytur erindiđ Ađlögun hvítabjarna ađ óvistlegu umhverfi. 

15:50     Umrćđur

16:00     Kaffi

Fimmti fundur. Hvađ ţýđir ţetta allt? Áhrif ţróunarkenninga á hugmyndasögu og vísindaheimspeki

16:15     Ţorsteinn Vilhjálmsson, prófessor viđ Háskóla Íslands, flytur erindiđ Ţróunarkenningin í ljósi vísindaheimspekinnar.

16:35     Steindór J. Erlingsson vísindasagnfrćđingur viđ Reykjavíkurakademíuna flytur erindiđ Landnám ţróunarkenningarinnar á Íslandi, 1872-1910.

16:55     Guđmundur Guđmundsson, forstöđumađur safnasviđs NÍ, flytur erindiđ Tegundir, ţróun og flokkunarkerfi í ljósi Uppruna tegundanna.

17:15     Umrćđur

17:30     Samantekt og málstofuslit

17:45     Móttaka

 

 


Líftćknigátt

New Picture

Ađgengilegt, íslenskt frćđsluefni fyrir almenning um líftćkni og málefni henni tengd hefur til ţessa veriđ af býsna skornum skammti. Nemendur í líftćkni og sjávarútvegsfrćđi viđ HA reyna nú, ásamt undirrituđum, ađ gera einhverja bragarbót ţar á. Wikipedia er opin alfrćđiorđabók á netinu sem hver sem er getur breytt. Viđ höfum nú búiđ til Líftćknigátt í Wikipediu međ tenglum í greinar um líftćknileg efni. Greinarnar eru mjög mis langt á veg komnar. Sumar eru ađeins á „orđabókarformi“, en ađrar eru mun lengri. Einnig á eftir ađ byrja á all mörgum síđum sem viđ höfum gert ráđ fyrir tenglum í. En, ástćđa er til ađ árétta ađ hver sem er getur bćtt viđ og breytt efni í Wikipediu og um ađ gera fyrir leika sem lćrđa ađ taka ţátt í ţessu skemmtilega verkefni međ okkur.

Ţađ er von okkar ađ gáttin geti orđiđ til ţess ađ vekja áhuga á ţessarri stórskemmtilegu og notadrjúgu frćđigrein.

Í leiđinni er ekki úr vegi ađ geta ţess ađ umsóknarfrestur um nám í líftćkni á B.Sc.- og M.Sc.-stigi rennur út föstudaginn 5. júní.

Grćnar smiđjur

ORF líftćkni, fyrirtćki ţeirra Einars Mäntylä, Björns L. Örvar og Júlíusar Kristinssonar, er eitt af skemmtilegri líftćknifyrirtćkjum landsins. Viđskiptahugmynd ţeirra byggir á ţví ađ nota erfđabreytt bygg sem lífrćna smiđju, ţ.e. ađ láta ţađ framleiđa lyfjavirk prótín sem síđan eru einangruđ og seld til lyfjagerđar. Möguleikarnir til verđmćtasköpunar eru gríđarlega miklir í ţessum geira og ástćđa til ađ fagna góđu gengi ORF og óska ţeim velfarnađar í framtíđinni.

Ég átta mig, hins vegar, ekki alveg á ţví hvert ţessi frétt í Mogganum er ađ fara. Ţarna er talađ um „notkun á erfđabreyttum plöntum í landbúnađi“, áhrif (hvort sem ţau nú eru ímynduđ eđa raunveruleg) á heilsu manna og ţar fram eftir götunum. Ég er svosem enginn heimangangur hjá ţeim í ORF og ţekki ekki ţeirra áćtlanir, en eftir ţví sem ég best veit hafa ţeir ekki sóst eftir ţví ađ rćkta erfđabreytt bygg til manneldis. Ţađ er ţví ansi misvísandi ađ setja ţetta í eitthvert samhengi viđ hina hvatvísu og oft illa ígrunduđu umrćđu um erfđabreytt matvćli.

Ţađ er svo aftur annađ mál ađ sjálfsagt og rétt er ađ gćta ýtrustu varúđar ţegar erfđabreyttar lífverur eru rćktađar úti í náttúrunni fremur en í lokuđum gróđurhúsum. Ţó svo líkurnar á víxlfrjóvgun séu ekki miklar, ţá eru ţađ eđlileg og góđ vinnubrögđ ađ takmarka ţćr eftir ţví sem kostur er.


mbl.is Ćtlar ađ rćkta erfđabreytt bygg á Íslandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Doktorsvörn í prótínmengjagreiningu

 IMG_2934Ţađ var einkar ánćgjulegt ađ vera viđstaddur doktorsvörn Hólmfríđar Sveinsdóttur viđ Háskóla Íslands síđastliđinn föstudag. Hólmfríđur vann verkefni sitt undir ađalleiđsögn Ágústu Guđmundsdóttur prófessors viđ matvćla- og nćringarfrćđideild HÍ, en međleiđbeinendur voru auk mín ţau Bjarnheiđur K. Guđmundsdóttir viđ HÍ og Helgi Thorarensen á Hólum. Verkefniđ er ţví réttnefnt samstarfsverkefni ţriggja háskóla: HÍ, HA og Hólaskóla. Frétt HÍ um verkefniđ og vörnina má lesa hér.

Hólmfríđur vann feikilega vandađ og gott verkefni um ţćr breytingar sem verđa á prótínmengi ţorsklirfa viđ ţroskun ţeirra og ţau áhrif sem ýmsir ţćttir í umhverfi og fćđi hafa ţar á. Ađ greina prótínmengi er ekkert áhlaupsverk. Ţađ ţekki ég af eigin reynslu. Nálgun Hólmfríđar er byggđ á tvívíđum rafdrćtti gjörvalls prótínmengis ţorsklirfanna, en sú ađferđ er tćknilega krefjandi, svo ekki sé fastar ađ orđi kveđiđ. Ađ auki fylgja ýmsar tćknilegar hindranir ţví ađ vinna međ prótínmengi ţorsklirfa. Ţar má nefna ađ illgerlegt er ađ ađgreina vefi og ţví vann Hólmfríđur međ heildarmengi allrar lífverunnar, en ţađ torveldar sjóngervingu og greiningu ţeirra prótína sem eru til stađar í hlutfallslega litlu magni. Einnig er viss farartálmi fólginn í ţví ađ gagnabankar (oftast er hentugast ađ notast viđ hin ýmsu undirsöfn GenBank) eru fremur rýrir ţegar kemur ađ ţorskfiskum. Ţađ ástand mun vonandi batna innan tíđar, ţví veriđ er ađ rađgreina gjörvallt erfđamengi Atlantshafsţorsksins.IMG_2944_ed

Ţrátt fyrir ţessar tćknilegu hindranir vann Hólmfríđur afar gott verkefni ađ mínu mati, ţó auđvitađ sé ég hlutdrćgur Smile. Of langt mál vćri ađ rekja hér niđurstöđurnar, en benda má á ađ gerđ er grein fyrir ţeim í fimm ritrýndum tímaritsgreinum og einum ritrýndum bókarkafla, auk doktorsritgerđarinnar sjálfrar. Ţar af eru tvćr greinar ţegar birtar: önnur í Aquaculture og hin í Comparative Biochemistry and Physiology.

Andmćlendur voru ţeir Phil Cash frá Háskólanum í Aberdeen og Albert Imsland frá Háskólanum í Bergen og ráku ţeir báđir erindi sín snöfurmannlega og af stakri prýđi. Vörn Hólmfríđar og athöfnin öll var HÍ til mikils sóma og ţakka ég pent fyrir mig.


DNA í eldhúsinu

Untitled-TrueColor-01

Á laugardaginn verđur mikiđ um dýrđir hér hjá okkur í HA, en ţá verđur vori fagnađ međ Opnu Húsi hér á háskólasvćđinu. Gestir og gangandi geta kynnt sér ţađ sem fram fer í deildum skólans, ţegiđ léttar kaffiveitingar og bara átt međ okkur notalegt síđdegi. Dagskrá fagnađarins má sjá hér á síđu markađs- og kynningarsviđs.

Ég vil ađ sjálfsögđu einkum benda á mitt „sjóv“, en ég mun freista ţess ađ einangra DNA úr jarđarberjum međ eldhúsáhöldum, sjampói, matarsalti og sótthreinsispritti. DNAiđ mun ég vefja upp á plaströr eins og hvert annađ spagettí og geta áhugasamir gestir fengiđ ađ taka í. Ađferđinni er lýst í bćklingnum sem tengt er í hér ađ neđan (prentist út báđum megin á pappírinn ţ.a. hann flettist um stutthliđ; brjóta svo saman í ţríbroti).


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Tćkifćri í raunvísindum og grunnrannsóknum

Óhćtt er ađ segja ađ naflaskođunarskriđa hafi fariđ af stađ í ţjóđfélaginu á umliđnum vikum ţar sem meginstođir íslensks efnahagslífs og samfélagsins alls hafa veriđ teknar til gagngerrar ítarskođunar. Sitt sýnist hverjum, eins og vonlegt er. Sumir finna hugarfróun í ađ benda á ţađ sem aflaga hefur fariđ, á međan ađrir einbeita sér ađ ţví ađ leita nýs upphafs og skima eftir möguleikum og tćkifćrum. Háskólinn á Akureyri (HA) ćtlar sér ađ taka ţátt í ţessari umrćđu og leggja ţar á vogarskálar ţá miklu ţekkingu og reynslu sem finna má međal sérfrćđinga skólans. Í ţessum greinarstúfi verđur sjónum beint ađ raunvísindum og rannsóknastarfi almennt, en viđ HA er starfandi raunvísindaskor ţar sem fram fara bćđi kennsla og rannsóknir á nokkrum sviđum hagnýtra raunvísinda, nánar tiltekiđ líftćkni, sjávarútvegs- og fiskeldisfrćđum, tölvunarfrćđum og umhverfis- og orkufrćđum.

Fáir munu andhćfa ţeirri stađhćfingu ađ í hagnýtum rannsóknum á sviđi vísinda og tćkni felist fjölmörg tćkifćri. Í gegn um hagnýtar rannsóknir fyrirtćkja, stofnana og háskólasamfélagsins opnast tćkifćri til nýsköpunar og myndunar sprotafyrirtćkja sem međ tíđ og tíma geta vaxiđ og dafnađ í leiđandi hátćknifyrirtćki. Á hinn bóginn heyrast ţćr raddir af og til, ađ grunnrannsóknir međ frćđilegt ekki síđur, og jafnvel fremur en, hagnýtt gildi séu dragbítur á samfélaginu. Ţćr séu rándýr gćluverkefni sérlundađra fílabeinsturnbúa úr öllum tengslum viđ ţarfir og kröfur ţjóđarinnar. Í ţessu sambandi er skemmst ađ minnast ummćla Söru Palin, varaforsetaefnis bandaríska repúblikanaflokksins í nýafstöđnum forsetakosningum ţar vestra, en hún fór mikinn í vandlćtingu sinni á fjáraustri í grunnrannsóknir á erfđafrćđum ávaxtaflugna1. En, skyldi ţessi afstađa vera nćgilega vel ígrunduđ? Hvernig ákveđum viđ hvađa rannsóknir hafa hagnýtt gildi og hverjar ekki?

David Baltimore, forseti bandarísku vísindaţróunarakademíunnar (American Academy for the Advancement of Science), skrifađi áhugaverđa grein sem birtist 24. október síđastliđinn í vísindafréttaritinu Science2. Ţar kemur m.a. fram sú skođun hans ađ ţađ sé einmitt áhersla Bandaríkjastjórnar á stuđning viđ grunnrannsóknir, óháđ meintu hagnýtu gildi eđa annarri ţarfagreiningu, sem hefur veriđ „leynivopn“ Bandaríkjanna í efnahagslegu kapphlaupi ţjóđa heimsins undanfarna áratugi. Í grein sinni veltir Baltimore ţví fyrir sér hvađa lćrdóm önnur ríki geti dregiđ af reynslu Bandaríkjanna á stjórnun vísindastarfsemi, einkum hvađ varđar skipulag og stefnumörkun háskóla og annarra rannsóknastofnana. Hann leggur fram fimm einfaldar reglur sem ég tel rétt ađ ráđamenn mennta- og vísindamála hér á landi taki til skođunar:

1.       Gćđi séu ávallt í öndvegi, jafnt í mannaráđningum sem á öđrum vettvangi. Baltimore telur ţađ óráđ ađ reynt sé ađ fylla í faglegar eyđur ţegar ráđiđ er í nýjar stöđur. Fremur skuli stilla nýráđningum í hóf og einblína á ţá kandidata sem skara fram úr á sínu sviđi.

2.       Kröftum sé ekki dreift um of. Augljóst er ađ lítil hagkerfi geta ekki skarađ fram úr á öllum sviđum.

3.       Byggja skal upp smáar einingar. Smćđ er kostur ađ mörgu leyti og mun hćgara er um vik ađ halda uppi háum gćđakröfum í smáum, ţröngt skilgreindum einingum heldur en á stórum, víđtćkum stofnunum.

4.       Ekki ađskilja kennslu og rannsóknir. Háskólastúdentar eru vísindamenn morgundagsins og hagur bćđi nemenda og annars rannsóknafólks  af nánu samstarfi er ótvírćđur.

5.       Akademískt frelsi til rannsókna skal tryggt. Afskipti ríkis eđa annarra utanađkomandi ađila af verkefnavali vísindamanna hefur hvergi gefist vel. Í frelsinu liggur sköpunarkrafturinn.

Rétt er ađ benda á ađ Baltimore nefnir hvergi í grein sinni ađ ákveđnar greinar vísindanna séu öđrum mikilvćgari, ţó reyndar bendi hann á líftćknigeirann í heild sinni sem dćmi um frábćran árangur bandarískrar vísindastefnu undanfarna áratugi. Ţvert á móti verđur honum tíđrćtt um gildi akademísks frelsis og getur ţess ađ ţađ séu einmitt grunnrannsóknir sem skila ţeim stökkum í skilningi og hugsun sem eru grundvöllur tćkniframfara og nýsköpunar.

 Heimildir:

1.            Rutherford, A., Palin and the fruit fly, á vef The Guardian (www.guardian.co.uk), 27. október 2008.

2.            Baltimore, D., A global perspective on science and technology, Science 322, 544-551, 2008.

 (Ţessi grein birtist í Morgunblađinu í dag.)

Líftćkni á Króknum

LaufeyŢetta eru vissulega ánćgjuleg tíđindi og er ég sannfćrđur um ađ ţetta framtak mun skila Sauđkrćklingum, og raunar ţjóđinni allri, verulegum ávinningi ţegar fram líđa stundir. Kreppa hvađ?

Svo má náttúrlega benda á ađ ţessi nýja líftćkniverksmiđja /rannsóknastofa er einstaklega vel í sveit sett - ađeins steinsnar, svo ađ segja, frá eina háskóla landsins sem býđur upp á sérhćft nám í líftćkni, og ţađ bćđi á bakkalár- og meistarastigi. Háskólanum á Akureyri, sumsé ... ţar sem enn er opiđ fyrir innritun nýnema í líftćkni á vormisseri. Smile

Á myndinni hér til hliđar, sem Gísli Hjörleifsson tók fyrir Háskólann á Akureyri, má sjá Laufeyju Hrólfsdóttur pósa viđ smásjá. Laufey útskrifađist međ B.Sc. í líftćkni síđastliđiđ vor.


mbl.is Líftćkniverksmiđja opnuđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband