3.4.2012 | 14:14
Dansandi bakteríur á blogspot
Heil og sæl!
Eins og þeir sem slysast hafa hér inn á bloggið undanfarið hafa kannski tekið eftir, þá hef ég verið mjög lítið virkur hér síðastliðin misseri. Það á sér ýmsar skýringar. Ein er sú að þetta blogg mitt er orðið að óttalegu kraðaki. Hér ægir saman færslum um líftækni, ljóðagerð, fjölskyldumál og hvaðeina. Ég veit hins vegar til þess að einhverjar bloggfærslur mínar hafa vakið áhuga á líftækni og örverufræði, svo ég ákvað að búa til nýtt blogg, eingöngu helgað þeim efnum. Pöddubloggið er sumsé hér: http://orverur.blogspot.com/ og má þar nú finna nýja færslu um dansandi bakteríur sem nærast á spilliefnum. Bráðskemmtilegt efni. Kíkið endilega á það.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning