Myndir úr Reykjaskóla

Ég bjó til nýtt myndaalbúm og setti nokkrar myndir af Reykjaskóla ásamt fáeinum bekkjarmyndum sem ég átti í pússi mínu. Gaman að þessu.

Annars er það að frétta að þátttakendum fjölgar enn ... samkvæmt nýjustu tölum verðum við ein 67 stykki, þannig að ég er bara mjög ánægður með mætinguna. Ekki alveg eins skemmtilegar eru þær fréttir að það mun ekki vera rútufært upp í Ljárskógasel ... þetta er víst bara illfær jeppatroðningur nú til dags. En, við látum ekki hugfallast: það er ýmislegt annað hægt að fara ef stemmning er fyrir því Ég hef nokkrar hugmyndir, en í bili skulum við bara segja að það verði óvissuferð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Arnarson

Leitt að ekki sé fært uppeftir, en við gerum bara gott úr þessu.  Gaman að sjá hversu mætingin verður góð, hún fer fram úr björtustu vonum og augljóslega löngu tímabært að halda svona mót.  Enda hugmyndin nokkurra ára gömul.  Ég vil nú líka hrósa þér fyrir vasklega framgöngu við undirbúninginn.  Kúdós!

Örn Arnarson, 24.7.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband