Jólaundirbúningurinn hafinn (skál!)

Úff ... þeir eru fljótir að hrannast upp, dagarnir sem ég sinni ekki blogginu. Ég ber náttúrlega fyrir mig annríki, leti og veikindum - um að gera að hafa nóg af afsökunum. 

Annars ætlaði ég að segja frá því að jólaundirbúningurinn er nú formlega hafinn, en ég er nú sveittur, móður og másandi eftir að hafa staðið yfir pottunum og bruggað krækiberjalíkjör. Það var býsna gaman og er ég frekar bjartsýnn á árangurinn þetta árið - a.m.k. bragðaðist saftin vel. Hér er uppskriftin, nokkuð breytt frá síðustu tilraun:

1500 g krækiber, 2 vænar lúkur timjan, 500 mL hlynsíróp, 1000 g sykur, 2000 mL bragðmildur vodki (EldurÍs).

Krækiberin og timjanið tætti ég vel og vandlega í blender og síaði í gegnum grisjuklút. Safann lét ég í pott ásamt sykrinum og sírópinu, hitaði að suðu og slökkti svo undir og lét standa í svona korter. Vodkann blandaði ég saman við hratið og lét standa í ca. 20 mínútur, síaði hann svo ofaní soðið, henti hratinu og hellti vökvanum, sem reyndist um 4,5 L, á flöskur sem ég geymi svo uppi á háalofti (í myrkri og kulda) framá aðventuna. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband