3.3.2009 | 12:56
Richard Örn
Það kunngjörist hér með að Richard Örn kom í heiminn með keisaraskurði í morgun kl. 09:50. Drengurinn stendur vel undir sínu riddaralega nafni: Hann er stór og hraustur, orgaði eins og herforingi nánast um leið og rist var á kviðinn og kastaði þvagi á barnalækninnn við fyrsta tækifæri.
Móður og barni heilsast vel. Myndir eru hér ... og svo eru enn fleiri myndir á Facebook.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 14.3.2009 kl. 08:19 | Facebook
Athugasemdir
Oddur og Anett, til hamingju með þennan nýjasta frænda minn.
Steini (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 19:47
Takk fyrir það. Hann er býsna flottur, og við Anett og Bubbi stóri bróðir erum alsæl
.
Oddur Vilhelmsson, 4.3.2009 kl. 09:57
Oddur og Anett.
Til hamingju með nýja barnið. Drekkum kaffi og borðum ostaköku í Sólholtinu. Öddi og Sigga á leið til Kanarí.
Birna og Sölvi
Öddi og Sigga
Sölvi R Sólbergsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 16:27
Takk-takk og góða ferð til Kanarí, Öddi og Sigga. Sjáumst á föstudaginn Birna og Sölvi!
Bestu kveðjur.
Oddur Vilhelmsson, 4.3.2009 kl. 18:59
Já, hjartanlega til hamingju með nafna minn. Miðað við hraustleikamerkin mun hann standa undir nafni. É tel þó að Ernir séu manna ljúfasti sé farið vel að þeim.
Berðu kveðju til Annett og nafna.
Það gleður frænda að fá nafna en minni um leið aá nöfnu mína í Vestmannaeyjum sem þegar er orðin "epli í auga afa síns".
Þinn frændi
Öddi Ragg
Örn Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 22:42
Innilega til hamingju frændi. Ég hafði nú orð á því við föður minn í gær að því beri að fagna að það fjölgi í Arnarstofninum. Það er bara til góða.
Örn Arnarson, 7.3.2009 kl. 12:44
Takk fyrir hamingjuóskirnar, Ernir.
Oddur Vilhelmsson, 10.3.2009 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning