DNA í eldhúsinu

Untitled-TrueColor-01

Á laugardaginn verður mikið um dýrðir hér hjá okkur í HA, en þá verður vori fagnað með Opnu Húsi hér á háskólasvæðinu. Gestir og gangandi geta kynnt sér það sem fram fer í deildum skólans, þegið léttar kaffiveitingar og bara átt með okkur notalegt síðdegi. Dagskrá fagnaðarins má sjá hér á síðu markaðs- og kynningarsviðs.

Ég vil að sjálfsögðu einkum benda á mitt „sjóv“, en ég mun freista þess að einangra DNA úr jarðarberjum með eldhúsáhöldum, sjampói, matarsalti og sótthreinsispritti. DNAið mun ég vefja upp á plaströr eins og hvert annað spagettí og geta áhugasamir gestir fengið að taka í. Aðferðinni er lýst í bæklingnum sem tengt er í hér að neðan (prentist út báðum megin á pappírinn þ.a. hann flettist um stutthlið; brjóta svo saman í þríbroti).


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband