Lögfræði vs. umhverfis- og orkufræði

Án þess að ég þekki nokkuð til þessa ágæta manns eða hafi nokkra ástæðu til að efast um vinnubrögð hans og hæfi til að semja þessa skýrslu (hef raunar dáðst nokkuð að „orkublogginu“ hans um nokkurt skeið, en það er býsna vandað, vel skrifað og læsilegt), þá velti ég því óneitanlega fyrir mér hvers vegna „lögfræðingur og MBA“ er fenginn til þessa verks fremur en fólk sem er sérstaklega til þess lært, þ.e. umhverfis- og orkufræðingar? Mér býður í grun að við hér í raunvísindaskor HA séum ekki nógu dugleg við að koma okkar námslínum og þeim möguleikum sem þær bjóða á framfæri.

Það er svo gaman að segja frá því að nemendur í umhverfis- og orkufræðum voru einmitt að vinna verkefni á þessu sviði nýverið undir stjórn Sigþórs Péturssonar prófessors. Hér kemur smá tilvitnun í skýrslu þeirra:

„[V]eðurfræðilega og landfræðilega séð er ekkert því til fyrirstöðu að nýta vindorku á Íslandi en eins og staðan er í dag er kostnaðurinn of mikill. Vindorkuiðnaðurinn er þó í stöðugri þróun og það sem er óhagkvæmt í dag getur verið hagkvæmt í framtíðinni.“ (Atli Steinn Sveinbjörnsson, Björgvin friðbjarnarson og Ragnheiður Ásbjarnardóttir. 2009. Vindorka á Íslandi. Háskólinn á Akureyri)

 

 


mbl.is Telur virkjun vindorku raunhæfan kost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég held að Ketill sé maður með mjög mikla þekkingu á þessu sviði þó aðrir hafi kannski meiri formlega menntun á þessu sviði. Auk þess segist hann hafa notið aðstoðar eftifarandi stofnanna:

  • Hafrannsóknastofnun,
  • Háskóla Íslands
  • Iðnaðarráðuneytinu
  • Nýsköpunarmiðstöð Íslands
  • Orkustofnun,
  • Siglingastofnun
  • Veðurstofunni

Héðinn Björnsson, 21.4.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband