27.5.2009 | 10:32
Líftæknigátt
Aðgengilegt, íslenskt fræðsluefni fyrir almenning um líftækni og málefni henni tengd hefur til þessa verið af býsna skornum skammti. Nemendur í líftækni og sjávarútvegsfræði við HA reyna nú, ásamt undirrituðum, að gera einhverja bragarbót þar á. Wikipedia er opin alfræðiorðabók á netinu sem hver sem er getur breytt. Við höfum nú búið til Líftæknigátt í Wikipediu með tenglum í greinar um líftæknileg efni. Greinarnar eru mjög mis langt á veg komnar. Sumar eru aðeins á orðabókarformi, en aðrar eru mun lengri. Einnig á eftir að byrja á all mörgum síðum sem við höfum gert ráð fyrir tenglum í. En, ástæða er til að árétta að hver sem er getur bætt við og breytt efni í Wikipediu og um að gera fyrir leika sem lærða að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni með okkur.
Það er von okkar að gáttin geti orðið til þess að vekja áhuga á þessarri stórskemmtilegu og notadrjúgu fræðigrein.
Í leiðinni er ekki úr vegi að geta þess að umsóknarfrestur um nám í líftækni á B.Sc.- og M.Sc.-stigi rennur út föstudaginn 5. júní.Meginflokkur: Líftækni | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning