Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
beta.magg@hotmail.com
Sæll Oddur Ég heiti Elísabet Alvilda Magnúsdóttir , og er dóttir Magnúsar Rögnvaldssonar bróðir Ragnars afa þíns . Mér bar bent á þessa síðu þar sem ég er litli rauðhausinn á einu myndbandinu, nú langar mig að spyrja þig , þar sem ég man eftir að hafa heyrt um að Ragnar hafi tekið myndband þegar Forsetinn heimsótti Dalina , trúlega 1957 eða 58, hvort þú hafir það undir höndum , gaman væri að fá að taka eftir þessum gömlu myndböndum vestan úr dölum, það er gaman að sjá að einhver hefur áhuga á að halda þessu til haga. kær kveðja, Elísabet
Elísabet Alvilda Magnúsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 20. mars 2009
jól
Ég ætlaði að gerast svo skemmtilegur að bæta athugasemd við nýjustu bloggfærsluna en svo virðist sem komið sé fram yfir leyfileg tímamörk fyrir formlegar athugasemdir þannig að ég verð bara að senda þér kveðju hér í gestabókinni. Ekki langar mig neitt sérstaklega í keilu (fiskinn þ.e.a.s.) en vonandi verður dreitill af krækiberjalíkjörnum þínum hafður með hingað á Hvammstanga fyrir jólin:) kveðja, Villi
Villi (Óskráður), fim. 21. des. 2006