Um blogg og börn

Þetta bloggdæmi er nú bara hreint ekki svo vitlaust, held ég. Maður getur gasprað hér um hvaðeina sem manni dettur í hug, eða ekki neitt ef því er að skipta. Fólk ræður því svo náttúrlega, hvort það nennir að lesa bullið í manni. En, mér var þó bent á það í gærkvöldi, að maður verður auðvitað að haga orðum sínum eins og maður sé staddur í siðaðra manna hópi - og raunar betur, því ekki gefst manni færi á að leiðrétta misskilning jafnóðum og hann kemur upp. Það var auðvitað hún Anett mín, sem alltaf er svo vel tjúnuð inn á tilfinningar annarra, sem benti mér á þetta. Þannig varð mér á í síðustu færslu að fara léttúðugum orðum um beturvitandi mæður og þeirra heillaráð. Það er rétt að ég rjúki nú til og taki skýrt fram að þar var ég ekki að hugsa um neina tiltekna mömmu, heldur bara þetta þokukennda safn ráðlegginga sem við höfum fengið frá öðrum nýbökuðum foreldrum, og því skyldi engin taka þetta sem neina sneið til sín (ekki það að ég viti til að nein hafi gert það, en allur er varinn góður). Enda þiggjum við svosem öll ráð með þökkum, þó svo ekki reynist þau öll jafn gagnleg. Hann Snæbjörn er nefnilega sterkur og ákveðinn strákur sem lætur ekki gabba sig svo auðveldlega. Það er því ekki alveg laust við að maður sé hræddur um að hann verði ansi frekur þegar hann verður stærri. Ég er þó ekki viss um að svo sé, því hann virðist taka fortölum (að jafn takmörkuðu leyti og það er nú hægt að tala um fyrir 10 mánaða gömlu barni) - a.m.k. studum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband