23.9.2006 | 16:04
stéttin lögð
Enn er komin helgi og áfram er haldið við húsbyggingar þó svo kominn sé vetur - a.m.k. er farið að snjóa niður í miðjar hlíðar á hverri nóttu og það er ansi napurt, en þó stillt og gott veður. En, sumsé, við erum tekin til við að leggja steinana og verð ég að segja að þetta er nú bara hreint ekki eins erfitt og leiðinlegt og fólk segir. Mér finnst þetta bara hið skemmtilegasta púsl ... ennþá, allavegana. Þetta er þó óumdeilanlega mikil vinna og ólíklegt að okkur takist að klára þetta í haust. Að vísu hef ég ekki mjög mikið fengið að koma nálægt þessu, því Anett nýtur sín framí fingurgóma við stéttarlögnina og Snæbjörn hefur nú ekki slíka þolinmæði að báðum foreldrum líðist að dunda sér við þetta í einu.
Ég ætlaði náttúrlega að skrifa miklu meira, en nú er Snæbjörn vaknaður og heimtar athygli. Ojæja ... knnski tekst mér að gera eitthvað af viti við þessa bloggsíðu einhverntíma seinna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.