5.10.2008 | 08:03
Bjartur afi og myndirnar hans
Þá kem ég því loksins í verk sem ég hef lengi ætlað mér: Að koma einhverjum af málverkunum hans Bjarts afa míns á vefinn.
Bjartur afi, Guðbjartur Oddsson, hefur málað ógrynni af myndum vítt og breitt um landið, gjarnan sem veggskreytingar í félagsheimilum, skólum, sjúkrahúsum, barnahebergjum, eða hvar sem hann annars var að mála í það og það skiptið. Hann hefur nefnilega, að því er virðist ólsökkvandi listsköpunarþorsta, og reytti stanslaust af sér myndir og skreytingar á meðan hann enn gat málað.
Afi er fæddur á Flateyri 1925, annar af alls ellefu börnum Odds Guðmundssonar og Vilhelmínu Jónsdóttur. Á unglingsárum fluttist hann suður til Keflavíkur og stundaði þar sjómennsku í nokkur ár, en hóf svo nám í málaraiðn, fyrst hjá Magnúsi Sæmundssyni og síðar Jóhanni Sigurðssyni. Hann fluttist svo aftur vestur og lauk sveinsprófinu á Ísafirði 1951. Hann starfaði svo óslitið sem málari, fyrst í Bolungarvík, en síðar vítt og breitt um landið, mest á norðurlandi.
Ég bjó svo til albúm hér þar sem sjá má nokkrar mynda hans.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning