7.11.2008 | 17:18
Keisaralegur hirðráðgjafi um þarmabakteríur
Ég fékk smá grúskkast í dag og las mér pínulítið til um þann ágæta bæverska barnalækni og örverufræðifrömuð Theodor Escherich, en hann var vænsti maður og stundaði áhugaverðar rannsóknir á þarmabakteríum - bæði sýklum og skaðlausum pöddum. Merkilegur kall, enda ekki hver sem er sem fær sjálfa eðalpödduna E. coli nefnda eftir sér. Ég stakk nokkrum molum inn á Wikipediu sem áhugasamir geta kíkt á. Forfallnir vísindasögunördar geta svo lesið ágætt æviágrip sem birtist í fyrra í Clinical Infectious Diseases, eða kíkt á styttri útgáfu á Whonamedit.com. Hvað er betra lesefni fyrir helgina en þarmabakteríur og ungbarnakólera? Myndin er frá Wikimedia Commons.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning