Mitt fyrsta blogg

Nújæjaþá ... ætli maður prófi þá ekki þetta blogg, svona til að vera
eins og allir hinir. Ekki það að ég hafi frá neinu að segja. Svona
þannig. Auðvitað er þó alltaf eitthvað að gerast sem maður getur látið
móðann mása um. Hmmm ... er það annars „móðann“ eða „móðan“? Er það
einhver móði sem á að mása eða erum við að tala um svona móðan másara.
Eða þannig. Annars er sú staðreynd að ég skuli hnjóta um svona
grundvallaratriði íslensks máls strax á þriðju línu fyrsta bloggsins
míns einmitt helsta ástæða þess að ég stofnaði þetta blogg. Mér finnst
einhvernvegin að ég sé kominn úr allri æfingu með að tjá mig í rituðu
máli. Sem er skrítið, því ég er jú sískrifandi í vinnunni ... en það er
náttúrlega öðruvísi ... ekki svona „venjulegt mannamál“. Mér sárnar
þetta soldið, því ég átti mjög auðvelt með að skrifa hér í „denn“ og
hafði gaman af því. Kannski bloggið sé einmitt vetvangurinn til að
liðka málbeinið á og rækta með sér sómasamlega tjáningarfærni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Velkominn

Birna M, 18.8.2006 kl. 17:12

2 Smámynd: Oddur Vilhelmsson

Takk fyrir það

Oddur Vilhelmsson, 18.8.2006 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband